Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 11:01 Gary Martin í leik með KR Vísir/Daníel Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan: Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan:
Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira