Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 17:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur í leikslok. Visir/ Hulda Margrét Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki