„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2024 19:39 Óskar Hrafn Þorvaldsson segir sína menn ekki mega verða litla í sér eftir tapið. Liðið er í fallbaráttu og framundan er leikur gegn Val á Hlíðarenda. vísir / anton brink „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira