Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2024 09:05 Pia Kjærsgaard tók fyrst sæti á danska þinginu árið 1984. EPA Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“