Hafnar frekari kappræðum við Harris Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 20:49 Trump þótti ekki standa sig vel í fyrstu kappræðum sínum við Harris á aðfararnótt miðvikudags. Nú lítur út fyrir að það verði einu kappræður þeirra. AP/John Locher Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. „ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ básúnaði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann atti kappi við Joe Biden í örlagaríkum kappræðum fyrr í sumar. Þref hefur staðið yfir milli framboðanna tveggja um frekari kappræður á öðrum sjónvarpsstöðvum og Harris sjálf hefur kallað eftir því. Eftir að Trump blés fleiri kappræður út af borðinu sagði Harris á fundi með stuðningsmönnum sínum að þau skulduðu kjósendum að leiða saman hesta sína aftur í sjónvarpssal. Trump hélt því enn fram í færslu sinni í dag að skoðanakannanir sýndu að hann hefði unnið kappræðurnar örugglega. Þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar benda þó flestar til þess að kjósendum hafi þótt Harris standa sig betur. Jafnvel bakhjarlar og ráðgjafar Trump sem Reuters-fréttastofan ræddi við eftir kappræðurnar töldu að Harris hefði staðið uppi sem sigurvegari vegna þess að Trump hefði farið um víðan völl í svörum sínum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ básúnaði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann atti kappi við Joe Biden í örlagaríkum kappræðum fyrr í sumar. Þref hefur staðið yfir milli framboðanna tveggja um frekari kappræður á öðrum sjónvarpsstöðvum og Harris sjálf hefur kallað eftir því. Eftir að Trump blés fleiri kappræður út af borðinu sagði Harris á fundi með stuðningsmönnum sínum að þau skulduðu kjósendum að leiða saman hesta sína aftur í sjónvarpssal. Trump hélt því enn fram í færslu sinni í dag að skoðanakannanir sýndu að hann hefði unnið kappræðurnar örugglega. Þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar benda þó flestar til þess að kjósendum hafi þótt Harris standa sig betur. Jafnvel bakhjarlar og ráðgjafar Trump sem Reuters-fréttastofan ræddi við eftir kappræðurnar töldu að Harris hefði staðið uppi sem sigurvegari vegna þess að Trump hefði farið um víðan völl í svörum sínum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12