Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 08:45 Aðgerðasinnar halda á lofti plakötum með mynd af Eygi við útför hennar á Vesturbakkanum á mánudag. AP/Nasser Nasser Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna kröfðust þess að Ísraelsher breytti starfsháttum sínum á Vesturbakkanum eftir að hermenn skutu bandaríska konu til bana á mótmælum þar í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að um óhapp hafi verið að ræða. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum. Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum.
Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57