Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 08:45 Aðgerðasinnar halda á lofti plakötum með mynd af Eygi við útför hennar á Vesturbakkanum á mánudag. AP/Nasser Nasser Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna kröfðust þess að Ísraelsher breytti starfsháttum sínum á Vesturbakkanum eftir að hermenn skutu bandaríska konu til bana á mótmælum þar í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að um óhapp hafi verið að ræða. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum. Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum.
Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent