Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 22:57 Aysenur Ezgi Eygi var 26 ára. AP Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira