Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 17:21 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming „Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni. Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda. Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda.
Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira