Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2024 19:33 Guðrún Hafsteinsdóttir hefur skipað aðgerðarhóp til að sporna við auknum vopnaburði ungmenna og alvarlegum ofbeldisbrotum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir þegar byrjað að undirbúa aðgerðir. Vísir Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. Klippa: Kalla eftir nýrri löggjöf Sífellt fleiri úr röðum almennings, barna og ungmenna, stjórnmála, kirkjunnar og skóla hafa stigið fram á ýmsum vettvangi síðustu daga og kallað eftir samfélagsvakningu gegn hnífa- og vopnaburði ungmenna. Ákallið kemur í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífaárás sextán ára pilts á Menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að bregðast við auknum fjölda alvarlegra ofbeldisbrota. Hluti af hnífum og vopnum sem lögregla hefur lagt hald á síðustu ár.Vísir/Sigurjón Vandinn kemur glögglega í ljós í fjölda haldlagðra hnífa og vopna í vörslu lögreglu þá bæði frá fullorðnum og ungmennum. Þar hefur orðið gríðarleg aukning síðustu fjögur ár. Mikið er af hættulegum og ólöglegum vopnum sem lögregla leggur hald þegar grunur er um slíkt eða frá vettvangi. Tekur undir ákall þjóðarinnar „Ég vil byrja á því að votta fjölskyldu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll sé reiðubúin núna að stöðva þessa óheillaþróun sem að við höfum séð á síðustu árum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin tók málið fyrir á fundi sínum í morgun og Guðrún boðar hertar aðgerðir. „Nú erum við að setja af stað aðgerðarhóp sem mun hittast á morgun. Hann á að forgangsraða tillögum okkar og við væntum niðurstöðu þaðan næstu daga þannig að við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun,“ segir Guðrún. Hún tekur fram að í þessari vinnu verði líka horft til aðgerða í málaflokknum sem voru kynntar í sumar. Erfitt að bregðast fyrr við Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á fund ríkisstjórnarinnar í morgun og kynnti aðgerðir lögreglu. Hún telur að erfitt hafi verið að bregðast fyrr við aukinni hörku. „Nei í raun og veru ekki. Við höfum verið að stilla saman strengi. Við höfum verið að búa til aðgerðaráætlanir. Við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Það sem hins vegar hefur gerst vegna alvarleika þeirra brota sem hafa komið upp að undanförnu er að þá þurfum við að setja meiri kraft í þessi verkefni. Það verður þá gert með samstilltu átaki með auknu fjármagni og forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skóla- og menntamál Trúmál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00 Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31. ágúst 2024 11:04 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Klippa: Kalla eftir nýrri löggjöf Sífellt fleiri úr röðum almennings, barna og ungmenna, stjórnmála, kirkjunnar og skóla hafa stigið fram á ýmsum vettvangi síðustu daga og kallað eftir samfélagsvakningu gegn hnífa- og vopnaburði ungmenna. Ákallið kemur í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífaárás sextán ára pilts á Menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að bregðast við auknum fjölda alvarlegra ofbeldisbrota. Hluti af hnífum og vopnum sem lögregla hefur lagt hald á síðustu ár.Vísir/Sigurjón Vandinn kemur glögglega í ljós í fjölda haldlagðra hnífa og vopna í vörslu lögreglu þá bæði frá fullorðnum og ungmennum. Þar hefur orðið gríðarleg aukning síðustu fjögur ár. Mikið er af hættulegum og ólöglegum vopnum sem lögregla leggur hald þegar grunur er um slíkt eða frá vettvangi. Tekur undir ákall þjóðarinnar „Ég vil byrja á því að votta fjölskyldu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll sé reiðubúin núna að stöðva þessa óheillaþróun sem að við höfum séð á síðustu árum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin tók málið fyrir á fundi sínum í morgun og Guðrún boðar hertar aðgerðir. „Nú erum við að setja af stað aðgerðarhóp sem mun hittast á morgun. Hann á að forgangsraða tillögum okkar og við væntum niðurstöðu þaðan næstu daga þannig að við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun,“ segir Guðrún. Hún tekur fram að í þessari vinnu verði líka horft til aðgerða í málaflokknum sem voru kynntar í sumar. Erfitt að bregðast fyrr við Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á fund ríkisstjórnarinnar í morgun og kynnti aðgerðir lögreglu. Hún telur að erfitt hafi verið að bregðast fyrr við aukinni hörku. „Nei í raun og veru ekki. Við höfum verið að stilla saman strengi. Við höfum verið að búa til aðgerðaráætlanir. Við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Það sem hins vegar hefur gerst vegna alvarleika þeirra brota sem hafa komið upp að undanförnu er að þá þurfum við að setja meiri kraft í þessi verkefni. Það verður þá gert með samstilltu átaki með auknu fjármagni og forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skóla- og menntamál Trúmál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00 Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31. ágúst 2024 11:04 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00
Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03
Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31. ágúst 2024 11:04