Berjaforkólfar fyrir dóm vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 10:22 Finnar taka ber og berjatínslu afar alvarlega. Vísir/Getty Réttarhöld yfir forstjóra stærsta berjafyrirtækis Finnlands og taílenskum viðskiptafélaga hans vegna mansals á berjatínslufólki hófust í Lapplandi í dag. Slæmur aðbúnaður farandverkamanna í finnska berjaiðnaðinum hefur verið í brennidepli síðustu ár. Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð. Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð.
Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira