Gæti orðið tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu: „Ekki spurning að ég er með það markmið í huga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:24 Blikakonur fagna einu af mörkum Samönthu. Vísir / Anton Brink „Ég elska að spila með þessum stelpum, við hjálpum hvor annarri og það fór aldeilis vel í dag,“ sagði Samantha Smith, sem gekk á dögunum til liðs við Breiðablik, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi þar sem hún skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira