Gæti orðið tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu: „Ekki spurning að ég er með það markmið í huga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:24 Blikakonur fagna einu af mörkum Samönthu. Vísir / Anton Brink „Ég elska að spila með þessum stelpum, við hjálpum hvor annarri og það fór aldeilis vel í dag,“ sagði Samantha Smith, sem gekk á dögunum til liðs við Breiðablik, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi þar sem hún skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira