„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 16:10 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK. Vísir/Sigurjón „Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld. „Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó