Blinken segir komið að ögurstundu í samningaviðræðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2024 07:20 Blinken og Herzog á blaðamannafundi í morgun. AP/Kevin Mohatt Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir komið að ögurstundu í friðarviðræðum Ísrael og Hamas og nú sé mögulega lokatækifærið til að semja um lausn gíslanna sem Hamas tóku fanga í árásum sínum 7. október síðastliðinn. Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira