Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 18:19 Palestínumenn á flótta eftir að fyrirskipun um brottflutning var gefin út um Al Maghazi flóttamannabúðirnar. Vísir/EPA Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent