„Við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 17:45 Elísa Viðarsdóttir tók við Mjólkurbikarnum eftir sigur gegn Breiðablik árið 2022. vísir / vilhelm „Spennustigið er gott, þetta er bara leikurinn sem við höfum öll beðið eftir,“ sagði Elísa Viðarsdóttir sem leiðir Val út á völl í bikarúrslitaleik gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld. Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira