Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 06:56 Fólk flýr Khan Younis eftir rýmingartilskipun frá Ísraelsher á sunnudag. AP/Abdel Kareem Hana Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann. Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann.
Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira