Arnór lagði upp í stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 21:00 Arnór lagði upp fyrsta mark kvöldsins. Nick Potts/Getty Images Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City. Blackburn heimsótti Stockport County er deild neðar og unnu gestirnir gríðarlega öruggan sigur. Arnór lagði upp fyrsta markið sem Sammie Szmodics skoraði en sá gat vart hætt að skora á síðasta tímabili og byrjar af krafti í ár en hann skoraði tvö í 6-1 sigri gestanna. ⏱️ Full-time: 🎩 #StockportCounty 1-6 #Rovers 🌹Comfortably through to the second-round! 🏆#STOvROV 🔵⚪️ pic.twitter.com/JBF11uFi1G— Blackburn Rovers (@Rovers) August 13, 2024 Arnór spilaði allan leikinn á vinstri væng Blackburn eftir að hafa ekki komið við sögu í 4-2 sigri liðsins á Derby County í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Alfons Sampsted gekk nýverið í raðir Birmingham City sem leikur í ensku C-deildinni á komandi leiktíð. Hann hóf leik kvöldsins gegn Charlton Athletic á bekknum en kom inn á þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Charlton klúðruðu víti í leiknum sem Birmingham vann 1-0. Willum Þór Willumson var ekki í leikmannahóp Birmingham vegna meiðsla. We're through to Round Two of the Carabao Cup. 🤩 pic.twitter.com/rvqfiF4dJN— Birmingham City FC (@BCFC) August 13, 2024 Þá var Stefán Teitur Þórðarson á bekknum þegar Preston North End tók á móti Sunderland. Eftir tap í fyrsta deildarleik Preston ákvað félagið að láta þjálfara sinn fara en sá var mikill aðdáandi Stefáns Teits. Skagamaðurinn kom inn af bekknum á 69. mínútu og aðeins mínútu síðar má segja að Preston hafi tryggt sigurinn með öðru marki sínu í leiknum, lokatölur 2-0. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Rashford æfir hnefaleika Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Sjá meira
Blackburn heimsótti Stockport County er deild neðar og unnu gestirnir gríðarlega öruggan sigur. Arnór lagði upp fyrsta markið sem Sammie Szmodics skoraði en sá gat vart hætt að skora á síðasta tímabili og byrjar af krafti í ár en hann skoraði tvö í 6-1 sigri gestanna. ⏱️ Full-time: 🎩 #StockportCounty 1-6 #Rovers 🌹Comfortably through to the second-round! 🏆#STOvROV 🔵⚪️ pic.twitter.com/JBF11uFi1G— Blackburn Rovers (@Rovers) August 13, 2024 Arnór spilaði allan leikinn á vinstri væng Blackburn eftir að hafa ekki komið við sögu í 4-2 sigri liðsins á Derby County í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Alfons Sampsted gekk nýverið í raðir Birmingham City sem leikur í ensku C-deildinni á komandi leiktíð. Hann hóf leik kvöldsins gegn Charlton Athletic á bekknum en kom inn á þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Charlton klúðruðu víti í leiknum sem Birmingham vann 1-0. Willum Þór Willumson var ekki í leikmannahóp Birmingham vegna meiðsla. We're through to Round Two of the Carabao Cup. 🤩 pic.twitter.com/rvqfiF4dJN— Birmingham City FC (@BCFC) August 13, 2024 Þá var Stefán Teitur Þórðarson á bekknum þegar Preston North End tók á móti Sunderland. Eftir tap í fyrsta deildarleik Preston ákvað félagið að láta þjálfara sinn fara en sá var mikill aðdáandi Stefáns Teits. Skagamaðurinn kom inn af bekknum á 69. mínútu og aðeins mínútu síðar má segja að Preston hafi tryggt sigurinn með öðru marki sínu í leiknum, lokatölur 2-0.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Rashford æfir hnefaleika Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Sjá meira