KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 14:06 Áhorfendur og leikmenn voru mættir í Kórinn síðasta fimmtudag en ekkert varð af leiknum. Vísir/VPE KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR. Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR.
Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31