„Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:21 Lára segir stjórnvöld verða að bregðast við. Vísir/Sigurjón og Einar Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. Lára ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en það var nokkur umræða um sölu nikótíns í gær vegna aðsendrar greinar Eyrúnar Magnúsdóttur fjölmiðlakonu. Þar sagði Eyrún níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Bústaðavegur yrði brátt Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spurði hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. Lára bendir á að í lögum um sölu á rafsígarettum og tóbaksvarnarlögum séu gjörólík markmið. Í lögum um rafsígarettur sé talað um sölu, notkun markaðssetningu og annað á meðan í hinum er talað um að draga úr heilsufarstjóni og draga úr sölu. „Við erum með gjörólíka póla í þessum mismunandi lögum,“ segir Lára. Meira nikótín en ekki minna Lára segir marga hafa litið á rafsígarettur og nikótínpúða sem vöru sem hjálpi þeim að hætta að reykja og sé að einhverju leyti betri en sígarettur sem fólk reykir. Hún segir þessa skoðun byggða á niðurstöðum skýrslu frá Bretlandi sem hafi verið afar gölluð. „Rannsóknir hafa sýnt núna að það sem þessi vara gerir yfirleitt, í stað þess, auðvitað eru einhverjir sem hætta að nota sígarettur og nota eingöngu nikótínpúða eða rafsígarettur, en meirihlutinn fer að nota þessar vörur samhliða þannig það er að fá meira nikótín, meira taugaeitur, og meira skordýraeitur en ef það væri bara að reykja.“ Lára segir að innan tóbaksvarna sé ekki mælt með því í að nota þessar vörur til að reyna að hætta að reykja. „Þetta er bara að viðhalda fíkninni. Það eru betri leiðir sem eru notaðar til að hætta að reykja en þessar vörur. Núna er þetta bara til að viðhalda fíkn í samfélaginu.“ Margar mýtur Lára segir margar mýtur í kringum nikótín og reykinga. Að fólk grennist til dæmis og því hafi verið haldið að ungum konum áður fyrr til að fá þær til að byrja að reykja. Ómar Úlfur, þáttastjórnandi í Bítinu, nefndi myndband á Tiktok þar sem maður staðhæfi að nikótín sé gott ADHD lyf. „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast,“ segir Lára. Í þessum bransa sé það þannig að þegar þú ert kominn með viðskiptavin verði hann það líklega ævilangt því nikótín sé svo ávanabindandi. „Til að byrja með þá getur nikótín bætt einbeitinguna en þegar nikótín er farið að rugla í taugabrautum heilans og draga úr virkni í framheilann og auka kvíðatengdu stöðvarnar í heilanum, þá fer að draga úr einbeitingunni og athyglinni,“ segir Lára og að til lengri tíma valdi neysla nikótíns svefntruflunum, kvíða og minnki einbeitingu og hömlur. Meiri forvarnir Lára segir sárvanta meiri fjármagn í forvarnir gegn neyslu nikótíns. „Þetta er ofurefli að keppast við og þess vegna verða stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Lára. Hún segir að í þessu samhengi megi einnig tala um netsölu áfengis í Hagkaup. „Svona leyfum við að viðgangast hér á kostnað heilsu barna og ungmenna,“ segir hún og að þetta séu stærstu lýðheilsumál samtímans. Lára segist hafa hitt ráðherra fyrir um ári síðan með öðrum læknum til að ræða aðgengi að nikótíni. Hann hafi ætlað að stofna nefnd til að fara yfir þessi mál. Hún hafi ekkert heyrt af því hvernig það gangi. Ráðherra hafi vald til að banna markaðssetningu bragðefna og breyta umbúðum sem dæmi og það væri hægt að byrja þar. Áfengi og tóbak Bítið Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og lífeyrissjóðunum Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. 12. ágúst 2024 13:31 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Lára ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en það var nokkur umræða um sölu nikótíns í gær vegna aðsendrar greinar Eyrúnar Magnúsdóttur fjölmiðlakonu. Þar sagði Eyrún níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Bústaðavegur yrði brátt Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spurði hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. Lára bendir á að í lögum um sölu á rafsígarettum og tóbaksvarnarlögum séu gjörólík markmið. Í lögum um rafsígarettur sé talað um sölu, notkun markaðssetningu og annað á meðan í hinum er talað um að draga úr heilsufarstjóni og draga úr sölu. „Við erum með gjörólíka póla í þessum mismunandi lögum,“ segir Lára. Meira nikótín en ekki minna Lára segir marga hafa litið á rafsígarettur og nikótínpúða sem vöru sem hjálpi þeim að hætta að reykja og sé að einhverju leyti betri en sígarettur sem fólk reykir. Hún segir þessa skoðun byggða á niðurstöðum skýrslu frá Bretlandi sem hafi verið afar gölluð. „Rannsóknir hafa sýnt núna að það sem þessi vara gerir yfirleitt, í stað þess, auðvitað eru einhverjir sem hætta að nota sígarettur og nota eingöngu nikótínpúða eða rafsígarettur, en meirihlutinn fer að nota þessar vörur samhliða þannig það er að fá meira nikótín, meira taugaeitur, og meira skordýraeitur en ef það væri bara að reykja.“ Lára segir að innan tóbaksvarna sé ekki mælt með því í að nota þessar vörur til að reyna að hætta að reykja. „Þetta er bara að viðhalda fíkninni. Það eru betri leiðir sem eru notaðar til að hætta að reykja en þessar vörur. Núna er þetta bara til að viðhalda fíkn í samfélaginu.“ Margar mýtur Lára segir margar mýtur í kringum nikótín og reykinga. Að fólk grennist til dæmis og því hafi verið haldið að ungum konum áður fyrr til að fá þær til að byrja að reykja. Ómar Úlfur, þáttastjórnandi í Bítinu, nefndi myndband á Tiktok þar sem maður staðhæfi að nikótín sé gott ADHD lyf. „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast,“ segir Lára. Í þessum bransa sé það þannig að þegar þú ert kominn með viðskiptavin verði hann það líklega ævilangt því nikótín sé svo ávanabindandi. „Til að byrja með þá getur nikótín bætt einbeitinguna en þegar nikótín er farið að rugla í taugabrautum heilans og draga úr virkni í framheilann og auka kvíðatengdu stöðvarnar í heilanum, þá fer að draga úr einbeitingunni og athyglinni,“ segir Lára og að til lengri tíma valdi neysla nikótíns svefntruflunum, kvíða og minnki einbeitingu og hömlur. Meiri forvarnir Lára segir sárvanta meiri fjármagn í forvarnir gegn neyslu nikótíns. „Þetta er ofurefli að keppast við og þess vegna verða stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Lára. Hún segir að í þessu samhengi megi einnig tala um netsölu áfengis í Hagkaup. „Svona leyfum við að viðgangast hér á kostnað heilsu barna og ungmenna,“ segir hún og að þetta séu stærstu lýðheilsumál samtímans. Lára segist hafa hitt ráðherra fyrir um ári síðan með öðrum læknum til að ræða aðgengi að nikótíni. Hann hafi ætlað að stofna nefnd til að fara yfir þessi mál. Hún hafi ekkert heyrt af því hvernig það gangi. Ráðherra hafi vald til að banna markaðssetningu bragðefna og breyta umbúðum sem dæmi og það væri hægt að byrja þar.
Áfengi og tóbak Bítið Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og lífeyrissjóðunum Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. 12. ágúst 2024 13:31 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og lífeyrissjóðunum Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. 12. ágúst 2024 13:31