Bústaðavegur verður Nikótínstræti — þökk sé Reitum og lífeyrissjóðunum Eyrún Magnúsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 13:31 Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. Nikótínpúðasölumönnum hefur, líkt og rafrettuseljendum, gengið stórvel að ná til unga fólksins hér á landi, enda starfa þeir nær óáreittir í skjóli sofandi stjórnvalda sem hafa enn ekki fundið leiðir til að halda aftur af uppgangi púðabransans eða rafrettna. Eitt af hverjum þremur ungmennum notar nikótínpúða ef marka mál Þjóðarpúls Gallup. Allt var þetta í upphafi markaðssett sem vörn gegn reykingum, en hópurinn sem notar púðana er þó margfalt stærri en sá sem hefði nokkurn tímann átt á hættu að verða reykingum að bráð. Ný nikótínverslun í göngufæri við þrjá grunnskóla En það virðist ekki nóg fyrir nikótínpúðasalana að ná til 18 - 29 ára hópsins. Nú á að hasla sér völl meðal grunnskólanema líka með því að koma sér fyrir í grónum verslunarkjarna í miðju skólahverfi. Reitir fasteignafélag, í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins, hefur leigt út áberandi pláss í Grímsbæ við Bústaðaveg til litaglaða nikótínsalans Svens. Í innan við 500 metra radíus frá Grímsbæ, þar sem ný Svens búð á að opna innan skamms, eru þrír grunnskólar með samanlagt um 1200 nemendur og fimm leikskólar með yfir 300 nemendur. Einn skólanna er Réttarholtsskóli, þar sem um 450 unglingar sækja nám. Þessir nikótínpúðaneytendur framtíðarinnar geta núna gengið framhjá vörumerki Svens dag hvern og haft það fyrir augunum þegar farið er í ísbúðina, búðina eða á pizzastaðinn í Grímsbæ. Markaðssetning nikótínsalanna gengur einmitt út á að normalísera, byggja upp vörumerki sem er jafn sjálfsagt að sjá í verslunarkjarna og hverja aðra matvörubúð. Af hverju má þetta? Af hverju loka stjórnvöld augum á meðan nikótínsalar sækja í sig veðrið, auka söluna og opna verslanir í næstu götu við unglingaskóla? Margir foreldrar velta þessu eflaust fyrir sér, og ég er ein af þeim. Heilbrigðisráðherra hefur lengi talað um að það eigi að stemma stigu við þessum vágestum, rafrettunum og nikótínpúðunum, en það gerist lítið. Verslunarkjarninn Grímsbær stendur við Bústaðaveg. Aðeins austar í götunni er fyrrverandi söluturninn og núverandi rafrettubúllan Póló. Þar var blandi í poka einfaldlega rutt úr hillunum og rafrettum komið fyrir í staðinn. Þetta er í miðju íbúðahverfi og í göngufæri frá Víkinni. Enginn sagði neitt og lítið virðist hægt að gera til að halda þessari starfsemi fjarri skólum og íþróttasvæðum. Nú fær skólahverfið í ofanálag sérhæfða nikótínpúðaverslun í Grímsbæ, þannig að Bústaðavegurinn verður helsta nikótíngata borgarinnar. Mikið úrval af vökva í rafrettur og alls konar púðar í boði. Nikótínsala blómstrar því sem aldrei fyrr, þótt sígarettuformið sé á undanhaldi. Hafa Reitir lesið eigin stefnu um samfélagslega ábyrgð? Reitir fasteignafélag á Grímsbæ í heild sinni en félagið á einnig stærri verslunarkjarna á borð við Kringluna og Holtagarða. Í ársfjórðungsuppgjöri fasteignafélagsins, sem á um 460 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis, kemur fram að leigutekjur eru upp á við fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Undanfarið ár hafa leigutekjur og rekstrarhagnaður vaxið umfram verðlag, segir í uppgjörinu. Reitir ættu að vera í aðstöðu til að stýra því hvers konar starfsemi velst inn í Grímsbæ, þeir gætu valið að bjóða skaplegra leiguverð svo hægt sé að koma fyrir starfsemi sem styður við samfélagið í stað þess að rífa það niður. Þessi litli verslunarkjarni stendur að mörgu leyti vel. Við erum með matvöruverslun, rakarastofu, snyrtistofu, skósmið, pizzastað, bakarí, skartgripaverslun, ísbúð og blómabúð. Eflaust er ég að gleyma einhverju, en þetta er í það minnsta fínasta upptalning fyrir hverfiskjarna á borð við Grímsbæ. Þarna er starfsemi sem þjónar samfélaginu í hverfinu og það væri óskandi að Reitir hefðu það sem leiðarljós áfram. Jafnvel hefði verið gagnlegt fyrir Reiti að rýna í eigin stefnu um samfélagslega ábyrgð áður en gerður var leigusamningur við nikótínsala. Líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki þá hafa Reitir sett sér háleit markmið um samfélagslega ábyrgð og pakkað þeim inn í vel yddaða meginpunkta sem lesa má á vef félagsins. Stefna Reita um samfélagslega ábyrgð felur meðal annars í sér að félagið: stuðlar að sjálfbærri þróun í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum með heilbrigði og velferð samfélagsins að leiðarljósi virðir gildandi lög og reglur og samræmir starfsemi sína alþjóðlega viðtekinni háttsemi miðar að gagnkvæmni með því að skapa sameiginlegt virði fyrir alla hagsmunaaðila og samfélagið í heild kemur auga á, fyrirbyggir og dregur úr hugsanlegum skaðlegum áhrifum af starfsemi sinni Áhersla á samfélagslega ábyrgð er til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor um leið og stuðlað er að betra og ábyrgara samfélagi. Vandséð er hvernig það að troða nikótínpúðasölu inn í gróinn verslunarkjarna í miðju skólahverfi fellur að þessum markmiðum, enda ættu skaðleg áhrif sölu nikótínpúða öllum að vera ljós. Á samfélagslega ábyrgðin kannski ekki við þarna? Hér geta fyrirtæki blómstrað, stendur á flennistórum límmiða sem komið hefur verið fyrir í gluggum Svens-rýmisins í Grímsbæ. Mynd af konu að vökva blóm er birt í öðrum glugga til að leggja áherslu á þetta. En það skiptir líka máli að hverfið blómstri, Reitir virðast hafa gleymt að láta prenta límmiða fyrir það. Fjórir stærstu lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur Reita Víkjum þá að eigendum Reita. Fasteignafélagið er ekki bara í eigu einhverra bisnesskalla úti í bæ heldur eru Reitir í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna okkar. Stærstu lífeyrissjóðir landsins eru stærstu hluthafarnir í Reitum. Fjórir stærstu hluthafar eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE), Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Birta lífeyrissjóður. Samanlagt fara þessir fjórir með yfir 43 prósenta hlut í Reitum en alls raða 11 lífeyrissjóðir sér á lista yfir 20 stærstu hluthafa í Reitum með samtals tæplega 63 prósent hlutafjár. Margir þessara lífeyrissjóða hafa skýra stefnu um ábyrgar fjárfestingar og samfélagslega ábyrgð. Eru þessir hluthafar sáttir við að Reitir fari svona hressilega gegn eigin stefnu um samfélagslega ábyrgð? Munu lífeyrissjóðirnir stíga inn og setja skýrari línur um að starfsemi Reita í miðjum skólahverfum megi ekki vera skaðleg samfélaginu? Nikótínpúðar og rafrettur verða nú enn meira fyrir augunum á börnum og unglingum í hverfi 108, þökk sé Reitum fasteignafélagi, lífeyrissjóðunum okkar og heilbrigðisyfirvöldum sem gera lítið til að stoppa uppgang nikótínpúðabransans. Bústaðavegurinn gæti jafnvel bara skipt um nafn og heitið Nikótínstræti. Það náðist árangur á sínum tíma með reykingar. Leiðin var í raun ekkert svakalega flókin. Rými til reykinga var dregið saman, tækifæri söluaðila til að kynna vöruna takmörkuð, sýnileikinn varð minni og varan fyrir vikið ekki eins eftirsótt. En nú má allt í einu gera nikótín krúttlegt, litríkt og baðað ferskleika, selja það við hliðina á grunnskólum, unglingaskólum og leikskólum og hafa nikótínvörumerki jafnáberandi og merki ísbúðarinnar við hliðina á. Hvað klikkaði? Og ætlar í alvöru enginn að gera neitt í þessu? Þróun sem snýst ekki við af sjálfu sér Höfum í huga að þróunin síðustu ár í nikótínpúðum hér á landi er öll nikótínsölunum í hag: aukin útbreiðsla verslana, aukinn sýnileiki, aukin sala og aukin notkun ungs fólks. Þessi þróun snýst ekki við af sjálfu sér. Hverfi 108 er ekki það eina sem þarf að horfa upp á það á næstunni að nikótínstarfsemin færi sig nær börnum og unglingum. Stjórnvöld hafa sofnað, en kannski er reynandi að leita til lífeyrissjóða og stórra fasteignafélaga að stemma stigu við þessum vágesti. Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum? Er þetta brotabrot af leigutekjunum ykkar svo mikilvægt að þið horfið framhjá áformum nikótínsala að valda sem mestum skaða með því að ná fótfestu í skólahverfum? Eru leigutekjurnar mikilvægari en sú sýn nikótínsalanna að gera nikótínneytendur framtíðarinnar úr unglingunum okkar? Hvað með að sýna þessa samfélagslegu ábyrgð í verki … kæmi það til greina? Höfundur er íbúi í 108 Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Verslun Eyrún Magnúsdóttir Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nikótínpúðar eru ein af þessum vafasömu vörum sem hafa dúkkað upp í veröld unga fólksins hér á landi á síðustu árum. Seljendur púðanna auglýsa þá grimmt, en alltaf undir því yfirskini að verið sé að auglýsa púða án nikótíns. Auglýsingar fyrir þessa púða eru undantekningalaust baðaðar ferskleika, allt er hreint og tært. Nikótínpúðasölumönnum hefur, líkt og rafrettuseljendum, gengið stórvel að ná til unga fólksins hér á landi, enda starfa þeir nær óáreittir í skjóli sofandi stjórnvalda sem hafa enn ekki fundið leiðir til að halda aftur af uppgangi púðabransans eða rafrettna. Eitt af hverjum þremur ungmennum notar nikótínpúða ef marka mál Þjóðarpúls Gallup. Allt var þetta í upphafi markaðssett sem vörn gegn reykingum, en hópurinn sem notar púðana er þó margfalt stærri en sá sem hefði nokkurn tímann átt á hættu að verða reykingum að bráð. Ný nikótínverslun í göngufæri við þrjá grunnskóla En það virðist ekki nóg fyrir nikótínpúðasalana að ná til 18 - 29 ára hópsins. Nú á að hasla sér völl meðal grunnskólanema líka með því að koma sér fyrir í grónum verslunarkjarna í miðju skólahverfi. Reitir fasteignafélag, í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins, hefur leigt út áberandi pláss í Grímsbæ við Bústaðaveg til litaglaða nikótínsalans Svens. Í innan við 500 metra radíus frá Grímsbæ, þar sem ný Svens búð á að opna innan skamms, eru þrír grunnskólar með samanlagt um 1200 nemendur og fimm leikskólar með yfir 300 nemendur. Einn skólanna er Réttarholtsskóli, þar sem um 450 unglingar sækja nám. Þessir nikótínpúðaneytendur framtíðarinnar geta núna gengið framhjá vörumerki Svens dag hvern og haft það fyrir augunum þegar farið er í ísbúðina, búðina eða á pizzastaðinn í Grímsbæ. Markaðssetning nikótínsalanna gengur einmitt út á að normalísera, byggja upp vörumerki sem er jafn sjálfsagt að sjá í verslunarkjarna og hverja aðra matvörubúð. Af hverju má þetta? Af hverju loka stjórnvöld augum á meðan nikótínsalar sækja í sig veðrið, auka söluna og opna verslanir í næstu götu við unglingaskóla? Margir foreldrar velta þessu eflaust fyrir sér, og ég er ein af þeim. Heilbrigðisráðherra hefur lengi talað um að það eigi að stemma stigu við þessum vágestum, rafrettunum og nikótínpúðunum, en það gerist lítið. Verslunarkjarninn Grímsbær stendur við Bústaðaveg. Aðeins austar í götunni er fyrrverandi söluturninn og núverandi rafrettubúllan Póló. Þar var blandi í poka einfaldlega rutt úr hillunum og rafrettum komið fyrir í staðinn. Þetta er í miðju íbúðahverfi og í göngufæri frá Víkinni. Enginn sagði neitt og lítið virðist hægt að gera til að halda þessari starfsemi fjarri skólum og íþróttasvæðum. Nú fær skólahverfið í ofanálag sérhæfða nikótínpúðaverslun í Grímsbæ, þannig að Bústaðavegurinn verður helsta nikótíngata borgarinnar. Mikið úrval af vökva í rafrettur og alls konar púðar í boði. Nikótínsala blómstrar því sem aldrei fyrr, þótt sígarettuformið sé á undanhaldi. Hafa Reitir lesið eigin stefnu um samfélagslega ábyrgð? Reitir fasteignafélag á Grímsbæ í heild sinni en félagið á einnig stærri verslunarkjarna á borð við Kringluna og Holtagarða. Í ársfjórðungsuppgjöri fasteignafélagsins, sem á um 460 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis, kemur fram að leigutekjur eru upp á við fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Undanfarið ár hafa leigutekjur og rekstrarhagnaður vaxið umfram verðlag, segir í uppgjörinu. Reitir ættu að vera í aðstöðu til að stýra því hvers konar starfsemi velst inn í Grímsbæ, þeir gætu valið að bjóða skaplegra leiguverð svo hægt sé að koma fyrir starfsemi sem styður við samfélagið í stað þess að rífa það niður. Þessi litli verslunarkjarni stendur að mörgu leyti vel. Við erum með matvöruverslun, rakarastofu, snyrtistofu, skósmið, pizzastað, bakarí, skartgripaverslun, ísbúð og blómabúð. Eflaust er ég að gleyma einhverju, en þetta er í það minnsta fínasta upptalning fyrir hverfiskjarna á borð við Grímsbæ. Þarna er starfsemi sem þjónar samfélaginu í hverfinu og það væri óskandi að Reitir hefðu það sem leiðarljós áfram. Jafnvel hefði verið gagnlegt fyrir Reiti að rýna í eigin stefnu um samfélagslega ábyrgð áður en gerður var leigusamningur við nikótínsala. Líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki þá hafa Reitir sett sér háleit markmið um samfélagslega ábyrgð og pakkað þeim inn í vel yddaða meginpunkta sem lesa má á vef félagsins. Stefna Reita um samfélagslega ábyrgð felur meðal annars í sér að félagið: stuðlar að sjálfbærri þróun í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum með heilbrigði og velferð samfélagsins að leiðarljósi virðir gildandi lög og reglur og samræmir starfsemi sína alþjóðlega viðtekinni háttsemi miðar að gagnkvæmni með því að skapa sameiginlegt virði fyrir alla hagsmunaaðila og samfélagið í heild kemur auga á, fyrirbyggir og dregur úr hugsanlegum skaðlegum áhrifum af starfsemi sinni Áhersla á samfélagslega ábyrgð er til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor um leið og stuðlað er að betra og ábyrgara samfélagi. Vandséð er hvernig það að troða nikótínpúðasölu inn í gróinn verslunarkjarna í miðju skólahverfi fellur að þessum markmiðum, enda ættu skaðleg áhrif sölu nikótínpúða öllum að vera ljós. Á samfélagslega ábyrgðin kannski ekki við þarna? Hér geta fyrirtæki blómstrað, stendur á flennistórum límmiða sem komið hefur verið fyrir í gluggum Svens-rýmisins í Grímsbæ. Mynd af konu að vökva blóm er birt í öðrum glugga til að leggja áherslu á þetta. En það skiptir líka máli að hverfið blómstri, Reitir virðast hafa gleymt að láta prenta límmiða fyrir það. Fjórir stærstu lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur Reita Víkjum þá að eigendum Reita. Fasteignafélagið er ekki bara í eigu einhverra bisnesskalla úti í bæ heldur eru Reitir í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna okkar. Stærstu lífeyrissjóðir landsins eru stærstu hluthafarnir í Reitum. Fjórir stærstu hluthafar eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE), Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Birta lífeyrissjóður. Samanlagt fara þessir fjórir með yfir 43 prósenta hlut í Reitum en alls raða 11 lífeyrissjóðir sér á lista yfir 20 stærstu hluthafa í Reitum með samtals tæplega 63 prósent hlutafjár. Margir þessara lífeyrissjóða hafa skýra stefnu um ábyrgar fjárfestingar og samfélagslega ábyrgð. Eru þessir hluthafar sáttir við að Reitir fari svona hressilega gegn eigin stefnu um samfélagslega ábyrgð? Munu lífeyrissjóðirnir stíga inn og setja skýrari línur um að starfsemi Reita í miðjum skólahverfum megi ekki vera skaðleg samfélaginu? Nikótínpúðar og rafrettur verða nú enn meira fyrir augunum á börnum og unglingum í hverfi 108, þökk sé Reitum fasteignafélagi, lífeyrissjóðunum okkar og heilbrigðisyfirvöldum sem gera lítið til að stoppa uppgang nikótínpúðabransans. Bústaðavegurinn gæti jafnvel bara skipt um nafn og heitið Nikótínstræti. Það náðist árangur á sínum tíma með reykingar. Leiðin var í raun ekkert svakalega flókin. Rými til reykinga var dregið saman, tækifæri söluaðila til að kynna vöruna takmörkuð, sýnileikinn varð minni og varan fyrir vikið ekki eins eftirsótt. En nú má allt í einu gera nikótín krúttlegt, litríkt og baðað ferskleika, selja það við hliðina á grunnskólum, unglingaskólum og leikskólum og hafa nikótínvörumerki jafnáberandi og merki ísbúðarinnar við hliðina á. Hvað klikkaði? Og ætlar í alvöru enginn að gera neitt í þessu? Þróun sem snýst ekki við af sjálfu sér Höfum í huga að þróunin síðustu ár í nikótínpúðum hér á landi er öll nikótínsölunum í hag: aukin útbreiðsla verslana, aukinn sýnileiki, aukin sala og aukin notkun ungs fólks. Þessi þróun snýst ekki við af sjálfu sér. Hverfi 108 er ekki það eina sem þarf að horfa upp á það á næstunni að nikótínstarfsemin færi sig nær börnum og unglingum. Stjórnvöld hafa sofnað, en kannski er reynandi að leita til lífeyrissjóða og stórra fasteignafélaga að stemma stigu við þessum vágesti. Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum? Er þetta brotabrot af leigutekjunum ykkar svo mikilvægt að þið horfið framhjá áformum nikótínsala að valda sem mestum skaða með því að ná fótfestu í skólahverfum? Eru leigutekjurnar mikilvægari en sú sýn nikótínsalanna að gera nikótínneytendur framtíðarinnar úr unglingunum okkar? Hvað með að sýna þessa samfélagslegu ábyrgð í verki … kæmi það til greina? Höfundur er íbúi í 108 Reykjavík.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun