Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Sigurður Reynaldsson segir að ýmsu hafi þurft að huga við undirbúning á netsölu áfengis. Vísir Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. „Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“ Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
„Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“
Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira