Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:02 Musk og Trump fóru um víðan völl en á sama tíma og forsetinn fyrrverandi réðist á Kamölu Harris sagði hann hana fallega á nýrri forsíðu Time og líkti henni við eiginkonu sína. Getty/NurPhoto/Jakub Porzycki Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. „Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
„Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira