Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 07:45 Árásir Ísraela á Gasa héldu áfram í nótt. Fjórir féllu þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á tjaldbúðir í Deir al Balah. Þá stakk Palestínumaður tvo eldri borgara til bana í árás í Tel Aviv. AP/Abdel Kareem Hana Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Erlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Innlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Fleiri fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Erlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Innlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Fleiri fréttir „Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Sumarið það hlýjasta frá upphafi Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Skutu vopnaðan mann til bana í München Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Utanríkisráðherra Svíþjóðar hættir Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Segja Hvaldimír hafa verið skotinn Óheiðarlegum verktaka og stefnuleysi stjórnvalda um að kenna Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Sjá meira
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59