„Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2024 21:23 John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður með sínar konur í kvöld og hrósaði líka gestaliðinu glatt. Vísir/Diego „Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld. Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira