Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 15:52 Bebe King, Alice Dasilva Aguiar og Elsie Dot Stancombe voru allar á dansnámskeiði við tónlist Taylors Swift þegar sautján ára piltur réðst á þær vopnaður hnífi. Þær létust af sárum sínum. Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis. Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis.
Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38