Þriðja stelpan látin í Southport Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2024 12:15 Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær. Getty/Christopher Furlong Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur. Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Sjá meira
Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur.
Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Sjá meira