Óttast stigmögnun átaka við landamæri Ísrael og Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 06:56 Þúsundir komu saman í gær til að syrgja börnin sem létust í árásinni á laugardag. Benjamin Netanyahu og fleiri ráðamenn heita hefndum. AP/Leo Correa Miklar áhyggjur eru uppi af því að stjórnvöld í Ísrael ákveði að ráðast í umfangsmiklar hefndaraðgerðir gegn skotmörkum í Líbanon, sem gæti leitt til allsherjar stríðs á svæðinu. Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent