„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 24. júlí 2024 20:45 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var gott sem orðlaus eftir úrslit kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. „Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira