„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 24. júlí 2024 20:45 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var gott sem orðlaus eftir úrslit kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. „Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
„Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira