Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveg að Skaginn 3X lifi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2024 19:00 Sigurbjörn Lárusson sem starfaði hjá Skaganum 3x í 26 ár og nú síðast sem verkstjóri segir fiskvinnslur um allt land með búnað frá fyrirtækinu. Helgi Jóhannesson lögmaður og skiptastjóri þrotabús fyrirtækisins er að skoða tilboð sem felur í sér að starfsemin haldi áfram en er ekki einráður í málinu. Vísir/Sigurjón Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það. Tilkynnt var um síðustu mánaðarmót að hátæknifyrirtækið Skaginn 3X sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu, aðallega í sjávarútvegi væri gjaldþrota. Ríflega hundrað íbúar á Akranesi störfuðu hjá fyrirtækinu en um tuttugu starfsmenn búa annars staðar. Heildartilboðið kæmi sér best fyrir alla Helgi Jóhannesson lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins segir þrjú tilboð hafa borist í búið. Tvö tilboð í búnað og tæki og eitt heildartilboð í allar eignir þess og fasteignirnar sem hýstu reksturinn. Fasteignirnar eru hins vegar ekki í eigu þrotabúsins heldur fyrrum eigenda Skagans 3X sem seldu þýska félaginu Baader fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Helga hugnast heildartilboðið best. Yrði því tekið gæti starfsemin hafist að nýju. „Núnaværi best fyrir þrotabúið og alla aðila að þetta heildartilboð næði fram að ganga. En áður en það gerist þarf að nást samkomulag við Íslandsbanka sem á veð í þeim tækjum og tólum sem þrotabúið á ekki. Þá þarf að nást samkomulag við fyrirtækið sem á fasteignirnar sem hýsa reksturinn“ segir Helgi. Íslendingar standi að tilboðinu Helgi kveðst ekki vita hverjir standa að þessu tilboði. „Ég tel mig þó vita að þetta séu íslenskri aðilar ekki erlendir,“ segir hann Það sé hins vegar erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort tilboðinu verði tekið. „Ég verð bara að tala í eldgosafyrirsögnum. Ég veit ekki hvenær mun gjósa eða hvort það muni gjósa en ég vona bara að þetta gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Helgi. Starfsemin þurfi að hefjast sem fyrst á ný Sigurbjörn Lárusson sem starfaði hjá Skaganum 3x í 26 ár og nú síðast sem verkstjóri segir gríðarlega mikilvægt að starfsemin hefjist að nýju í bæjarfélaginu. „Þetta var auðvitað stærsti einkarekni vinnustaðurinn á Akranesi og því afar mikilvægt að starfsemin hefjist hér á ný. Þá skiptir máli að það gerist sem fyrst svo við við missum ekki út allar reynsluna en gríðarleg verðmæti felast í mannauðnum í svona fyrirtæki,“ segir hann. Framleiddu fyrir fiskvinnslur um allt land Sigurbjörn segir að fyrirtækið hafi framleitt tæki og hugbúnað fyrir fiskvinnslur um allt land. Fyrirtækin þurfi áfram á þjónustu og varahlutum að halda frá Skaganum 3X. „Við framleiddum tæki fyrir flestallar fiskvinnslur á landinu. Það er búnaður hjá fyrirtækjum eins og Síldarvinnslunni, Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og Brimi. Þá er Eskja á Eskifirði með eina stærstu og fullkomnustu verksmiðjuna frá okkur og svo er ný fiskvinnsluverksmiðja á Fáskrúðsfirði sem við framleiddum fyrir. Það er auðvitað erfitt fyrir öll þessi fyrirtæki að geta ekki fengið nauðsynlega þjónustu og varahluti frá Skaganum 3X eftir gjaldþrotið. Það er því gríðarmikið undir fyrir þá líka að starfsemin hefjist að nýju,“ segir hann. Sjávarútvegur Akranes Atvinnurekendur Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Tilkynnt var um síðustu mánaðarmót að hátæknifyrirtækið Skaginn 3X sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu, aðallega í sjávarútvegi væri gjaldþrota. Ríflega hundrað íbúar á Akranesi störfuðu hjá fyrirtækinu en um tuttugu starfsmenn búa annars staðar. Heildartilboðið kæmi sér best fyrir alla Helgi Jóhannesson lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins segir þrjú tilboð hafa borist í búið. Tvö tilboð í búnað og tæki og eitt heildartilboð í allar eignir þess og fasteignirnar sem hýstu reksturinn. Fasteignirnar eru hins vegar ekki í eigu þrotabúsins heldur fyrrum eigenda Skagans 3X sem seldu þýska félaginu Baader fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Helga hugnast heildartilboðið best. Yrði því tekið gæti starfsemin hafist að nýju. „Núnaværi best fyrir þrotabúið og alla aðila að þetta heildartilboð næði fram að ganga. En áður en það gerist þarf að nást samkomulag við Íslandsbanka sem á veð í þeim tækjum og tólum sem þrotabúið á ekki. Þá þarf að nást samkomulag við fyrirtækið sem á fasteignirnar sem hýsa reksturinn“ segir Helgi. Íslendingar standi að tilboðinu Helgi kveðst ekki vita hverjir standa að þessu tilboði. „Ég tel mig þó vita að þetta séu íslenskri aðilar ekki erlendir,“ segir hann Það sé hins vegar erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort tilboðinu verði tekið. „Ég verð bara að tala í eldgosafyrirsögnum. Ég veit ekki hvenær mun gjósa eða hvort það muni gjósa en ég vona bara að þetta gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Helgi. Starfsemin þurfi að hefjast sem fyrst á ný Sigurbjörn Lárusson sem starfaði hjá Skaganum 3x í 26 ár og nú síðast sem verkstjóri segir gríðarlega mikilvægt að starfsemin hefjist að nýju í bæjarfélaginu. „Þetta var auðvitað stærsti einkarekni vinnustaðurinn á Akranesi og því afar mikilvægt að starfsemin hefjist hér á ný. Þá skiptir máli að það gerist sem fyrst svo við við missum ekki út allar reynsluna en gríðarleg verðmæti felast í mannauðnum í svona fyrirtæki,“ segir hann. Framleiddu fyrir fiskvinnslur um allt land Sigurbjörn segir að fyrirtækið hafi framleitt tæki og hugbúnað fyrir fiskvinnslur um allt land. Fyrirtækin þurfi áfram á þjónustu og varahlutum að halda frá Skaganum 3X. „Við framleiddum tæki fyrir flestallar fiskvinnslur á landinu. Það er búnaður hjá fyrirtækjum eins og Síldarvinnslunni, Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og Brimi. Þá er Eskja á Eskifirði með eina stærstu og fullkomnustu verksmiðjuna frá okkur og svo er ný fiskvinnsluverksmiðja á Fáskrúðsfirði sem við framleiddum fyrir. Það er auðvitað erfitt fyrir öll þessi fyrirtæki að geta ekki fengið nauðsynlega þjónustu og varahluti frá Skaganum 3X eftir gjaldþrotið. Það er því gríðarmikið undir fyrir þá líka að starfsemin hefjist að nýju,“ segir hann.
Sjávarútvegur Akranes Atvinnurekendur Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00
Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21