Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 11:01 Vilhjálmur Birgisson segir miklar hamfarir hafa gengið yfir í atvinnumálum Akraness undanfarin ár. Vísir/Arnar Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. Þetta væri enn einn sorgardagurinn í atvinnumálum þeirra Skagamanna, nú þegar Skaginn 3x hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Skaginn 3x einn stærsti vinnustaður Akraness Gjaldþrot rótgróna fyrirtækisins þýði að 128 fjölskyldur missa lífsviðurværi sitt, en 100 af þeim 128 sem þar störfuðu búi á Akranesi og í nágrenni þess. Vilhjálmur segir að Skaginn 3x hafi verið einn stærsti vinnustaður Akraness. Fjöldinn allur af afleiddum störfum tapist einnig samhliða gjaldþrotinu. Til að setja gjaldþrotið í samhengi segir hann að miðað við höfðatölu væri þetta eins og 2.400 manns misstu vinnuna í Reykjavík. Hamfarir í atvinnumálum dynja á Skagamenn „Mér er það til efs að nokkurt sveitarfélag hafi þurft að þola eins miklar hamfarir í atvinnumálum eins og við skagamenn, að undanskildum vinum okkar í Grindavík,“ segir Vilhjálmur. Fyrir nokkrum árum hafi öllum sjávarútvegi verið rústað á Akranesi þökk sé fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Árið 2017 hafi Brim til að mynda fært alla sína starfsemi til Reykjavíkur. Einnig væri rétt að rifja upp að árið 2004 voru 250 manns í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Það ár hafi 170 þúsund tonnum verið landað og fyrirtækið greitt á þriðja milljarð í laun. Það væri allt farið í dag. Mikið hefur gengið á í atvinnumálum á Akranesi undanfarin ár.Vísir/Arnar Þá hafi möguleikum Skagamanna á veiðum og vinnslu hvalaafurða verið „slátrað með handónýttri og ólöglegri stjórnsýslu stjórnvalda og þrýstingi frá öfgafólki.“ Skorar á fyrirtæki að hefja starfsemi á Akranesi „Ég skora á fyrirtæki að skoða möguleika á að hefja starfsemi hér á Akranesi,“ segir Vilhjálmur. Biðja ætti öflug fyrirtæki að skoða þann möguleika að hefja starfsemi í bænum, og athuga hvað hægt væri að gera til að hvetja þau til að flytja starfsemina á Skagann. Þótt allir innviðir á Akranesi væru til fyrirmyndar, blasi við að Akurnesingum hafi ekki tekist að efla atvinnulífið í bænum. Enginn sjávarútvegur væri eftir, ekkert hótel, sem leiði til þess að Akranes væri ekki með í ferðaþjónustunni. „Við verðum að fara að opna augun fyrir þessum staðreyndum og krefjast þess að stjórnvöld, bæjarstjórn og við öll ráðumst í eflingu á gjaldeyrisskapandi atvinnutækifærum okkur Akurnesingum til hagsbóta,“ segir Vilhjálmur. Akranes Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. 25. september 2023 13:28 Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. 18. ágúst 2023 13:03 Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Þetta væri enn einn sorgardagurinn í atvinnumálum þeirra Skagamanna, nú þegar Skaginn 3x hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Skaginn 3x einn stærsti vinnustaður Akraness Gjaldþrot rótgróna fyrirtækisins þýði að 128 fjölskyldur missa lífsviðurværi sitt, en 100 af þeim 128 sem þar störfuðu búi á Akranesi og í nágrenni þess. Vilhjálmur segir að Skaginn 3x hafi verið einn stærsti vinnustaður Akraness. Fjöldinn allur af afleiddum störfum tapist einnig samhliða gjaldþrotinu. Til að setja gjaldþrotið í samhengi segir hann að miðað við höfðatölu væri þetta eins og 2.400 manns misstu vinnuna í Reykjavík. Hamfarir í atvinnumálum dynja á Skagamenn „Mér er það til efs að nokkurt sveitarfélag hafi þurft að þola eins miklar hamfarir í atvinnumálum eins og við skagamenn, að undanskildum vinum okkar í Grindavík,“ segir Vilhjálmur. Fyrir nokkrum árum hafi öllum sjávarútvegi verið rústað á Akranesi þökk sé fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Árið 2017 hafi Brim til að mynda fært alla sína starfsemi til Reykjavíkur. Einnig væri rétt að rifja upp að árið 2004 voru 250 manns í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Það ár hafi 170 þúsund tonnum verið landað og fyrirtækið greitt á þriðja milljarð í laun. Það væri allt farið í dag. Mikið hefur gengið á í atvinnumálum á Akranesi undanfarin ár.Vísir/Arnar Þá hafi möguleikum Skagamanna á veiðum og vinnslu hvalaafurða verið „slátrað með handónýttri og ólöglegri stjórnsýslu stjórnvalda og þrýstingi frá öfgafólki.“ Skorar á fyrirtæki að hefja starfsemi á Akranesi „Ég skora á fyrirtæki að skoða möguleika á að hefja starfsemi hér á Akranesi,“ segir Vilhjálmur. Biðja ætti öflug fyrirtæki að skoða þann möguleika að hefja starfsemi í bænum, og athuga hvað hægt væri að gera til að hvetja þau til að flytja starfsemina á Skagann. Þótt allir innviðir á Akranesi væru til fyrirmyndar, blasi við að Akurnesingum hafi ekki tekist að efla atvinnulífið í bænum. Enginn sjávarútvegur væri eftir, ekkert hótel, sem leiði til þess að Akranes væri ekki með í ferðaþjónustunni. „Við verðum að fara að opna augun fyrir þessum staðreyndum og krefjast þess að stjórnvöld, bæjarstjórn og við öll ráðumst í eflingu á gjaldeyrisskapandi atvinnutækifærum okkur Akurnesingum til hagsbóta,“ segir Vilhjálmur.
Akranes Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. 25. september 2023 13:28 Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. 18. ágúst 2023 13:03 Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00 Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. 25. september 2023 13:28
Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. 18. ágúst 2023 13:03
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9. október 2022 16:00