Lögreglumaður skaut konu í höfuðið á heimili hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 09:23 Sonya Massey var móðir og var sögð hafa glímt við andleg veikindi. Saksóknarar og lögmaður fjölskyldu Massey eru hins vegar sammála um að lögreglumönnunum hafi ekki stafað ógn af henni. Facebook Lögregluyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns sem sýnir hvernig kollegi hans skaut konu í höfuðið á heimili hennar. Sonya Massey, 36 ára, hringdi sjálf í neyðarnúmerið 911 í byrjun júlí til að tilkynna um mögulegt innbrot. Lögregla svaraði útkallinu og mætti á heimili hennar í Springfield, um 320 km suður af Chicago. Lögreglumennirnir fylgdu Massey inn á heimili hennar, þar sem hún leitaði að skilríkjum. Lögreglumaðurinn Sean Grayson varð þá var við að það var pottur með sjóðandi vatni á eldavélinni og gaf Massey ábendingu um að slökkva undir. „Við viljum ekki eldsvoða á meðan við erum hérna,“ segir einn lögreglumannanna og virðist hlæja með Massey. Massey tekur pottinn og segir tvisvar: „Ég átel þig í nafni Jesús.“ Grayson virðist upplifa að honum sé ógnað, þrátt fyrir að Massey standi nokkuð langt frá honum. Hótar hann að skjóta Massey í andlitið og hrópar á hana að sleppa pottinum. Massey biðst afsökunar en á erfitt með að losa sig við pottinn og reynir að skýla sér á bakvið eldhúsinnréttinguna. Grayson bregst við því með því að skjóta á hana. Hann segir síðar að það sé ekki þörf á að kalla á aðstoð þar sem hann hafi hæft Massey beint í höfuðið. Grayson hefur verið ákærður fyrir morð og brot í starfi. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmt atvikið. „Dauðsfall Sonyu af völdum lögreglumanns í útkalli er áminning um að alltof oft þurfa svartir Bandaríkjamenn að óttast um öryggi sitt á hátt sem við hin þurfum ekki,“ sagði Biden. Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sonya Massey, 36 ára, hringdi sjálf í neyðarnúmerið 911 í byrjun júlí til að tilkynna um mögulegt innbrot. Lögregla svaraði útkallinu og mætti á heimili hennar í Springfield, um 320 km suður af Chicago. Lögreglumennirnir fylgdu Massey inn á heimili hennar, þar sem hún leitaði að skilríkjum. Lögreglumaðurinn Sean Grayson varð þá var við að það var pottur með sjóðandi vatni á eldavélinni og gaf Massey ábendingu um að slökkva undir. „Við viljum ekki eldsvoða á meðan við erum hérna,“ segir einn lögreglumannanna og virðist hlæja með Massey. Massey tekur pottinn og segir tvisvar: „Ég átel þig í nafni Jesús.“ Grayson virðist upplifa að honum sé ógnað, þrátt fyrir að Massey standi nokkuð langt frá honum. Hótar hann að skjóta Massey í andlitið og hrópar á hana að sleppa pottinum. Massey biðst afsökunar en á erfitt með að losa sig við pottinn og reynir að skýla sér á bakvið eldhúsinnréttinguna. Grayson bregst við því með því að skjóta á hana. Hann segir síðar að það sé ekki þörf á að kalla á aðstoð þar sem hann hafi hæft Massey beint í höfuðið. Grayson hefur verið ákærður fyrir morð og brot í starfi. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmt atvikið. „Dauðsfall Sonyu af völdum lögreglumanns í útkalli er áminning um að alltof oft þurfa svartir Bandaríkjamenn að óttast um öryggi sitt á hátt sem við hin þurfum ekki,“ sagði Biden.
Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira