Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 23:44 Þessi gervihnattarmynd sýnir bruna í olíutönkum á eldsneytisbirgðastöðinni í Hodeidah í Jemen. AP/Maxar Technologies Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti. Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti.
Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50