Sýður á Elmari: „Þetta er súrrealískt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 21:25 Theódór Elmar Bjarnason í baráttunni við Andra Rafn Yeoman í kvöld. Vísir/HAG Theódór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var eðlilega óánægður eftir 4-2 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Grafalvarleg staða er uppi í Vesturbæ. „Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“ Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti