Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 10:41 Fundurinn var sá fyrsti sem Trump hélt ásamt varaforsetaefni sínu eftir banatilræðið. AP/Evan Vucci Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. „Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
„Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira