Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá þessu í dag. Samkvæmt honum greiðir Arsenal Bologna 45 milljónir evra, eða 38 milljónir punda fyrir Calafiori.
🚨🔴⚪️ EXCL: Arsenal and Bologna have reached an agreement for Riccardo Calafiori, after breakthrough revealed earlier!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 20, 2024
Understand fee is €40m plus €5m add-ons and sell-on clause.
Final step needed: Basel and Bologna to agree 50% sell-on payment terms, then… here we go! 🏁 pic.twitter.com/ueCZ3XOu5f
Hinn 22 ára Calafiori sló í gegn með Bologna á síðasta tímabili. Liðið kom verulega á óvart og náði Meistaradeildarsæti.
Calafiori fylgdi því svo eftir með því að spila vel á EM. Hann var einn af fáum ljósum punktum hjá ítalska liðinu sem féll út fyrir Sviss í sextán liða úrslitum.
Calafiori er uppalinn hjá Roma en var lánaður til Genoa og svo seldur til Basel 2022. Ári seinna fór hann svo til Bologna.