Heimir segir að Kelleher þurfi að yfirgefa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson segir að Caoimhín Kelleher, landsliðsmarkvörður Írlands, verði að komast í lið þar sem hann er aðalmarkvörður og fái örugglega að spila. Semsett/Getty Caoimhín Kelleher er varamarkvörður Liverpool en aðalmarkvörður írska landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur smá áhyggjur af því að hann spili ekki nóg með félagsliði sínu. Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira