Árásin komi til með að auka stuðning við Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2024 14:00 Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir líklegt að árásin á Donald Trump muni hjálpa kosningabaráttu hans. AP/Vísir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma. Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira