Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júlí 2024 22:23 Árásin er rannsökuð sem morðtilraun. Áhorfandi á fundinum lést í árásinni og byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. AP Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. Í frétt AP, sem heldur uppi ítarlegri fréttavakt um málið, segir að á myndbandsupptöku sjáist Trump snöggbeygja sig meðan hann er að flytja ræðu. Vopnaðir öryggisverðir umkringja hann um leið. AP segir frá því að einn þátttakandi í kosningafundinum hafi látið lífið í árásinni og að byssumaðurinn sé látinn. Miðillinn hefur þetta eftir ótilgreindum héraðslögmanni Butler County District. Þetta herma heimildir ABC News líka. Einn alvarlega slasaður Í samtali við CNN segir Richard Goldinger héraðslögmaður Butler County District að annar þátttakandi á kosningafundinum hefi verið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður eftir árásina. Þá gaf Goldinger þær upplýsingar að byssumaðurinn hafi verið fyrir utan fundinn þegar árásin var gerð. Fréttamaður ABC News á vettvangi sagði að vopnaleit hafi verið gerð á öllum þátttakendum áður en þeim var hleypt inn. AP hefur eftir embættismönnum að lögregluyfirvöld rannsaki málið sem tilraun til manndráps. Árásin hafi verið tilraun til að ráða Trump af dögum. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir atvikið. Trump gaf út yfirlýsingu skömmu eftir atvikið þar sem hann sagðist vera í lagi.AP Innflytjendamál til umræðu þegar skotunum var hleypt af Meðan Trump beygir sig niður heyrast í myndbandinu háir hvellir. Þá sést hann standa upp á ný og reka hnefann í loftið. Loks er hann leiddur af sviðinu og færður inn í bíl sem ekur á brott. Sjá má blóð á eyra hans meðan hann er leiddur inn í bílinn. Í frétt AP segir að Trump hafi verið að sýna tölfræði tengda innflytjendum þegar háir hvellir fóru að heyrast í þvögunni. Hann hafi skyndilega beygt sig niður og þá hafi hópur öryggisvarða hópað sig í kringum hann. Shooting just happened at The Trump rally pic.twitter.com/Xs1dVL1H3T— Acyn (@Acyn) July 13, 2024 Í yfirlýsingu sem miðillinn hefur undir höndum segir að Trump sé „í lagi“ og að hann sé kominn á sjúkrahús til aðhlynningar. Donald Trump Jr., syni Donald Trump, sagði föður sinn „í góðu skapi“ í yfirlýsingu rúmum tveimur tímum eftir atvikið. „Hann mun aldrei hætta að berjast til að bjarga Ameríku, sama hverju róttæka vinstrið reynir að kasta í hann,“ segir í yfirlýsingu frá honum. Viðstaddir lögðust í jörðina þegar skotunum var hleypt af.AP Einhver verið skotinn David McCormick, frambjóðandi Repúblikana í öldungaráð, segir í samtali við Politico að hann hafi setið í fremstu röðinni og að einhver sem hafi setið bak við hann virðist hafa verið skotinn. „Skyndilega var skotum hleypt af, einhver sem var fyrir aftan mig virðist hafa verið skotinn,“ segir McCormick. „Það kom mikið blóð, og svo var öryggisgæslan búin að umkringja Trump,“ bætir hann við. Trump rak hnefann í loftið meðan hann var færður út af sviðinu. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir atvikið og sendir mótframbjóðanda sínum batakveðjur. Þá segir hann heppilegt að ekki fór verr. Batakveðjum hefur rignt yfir forsetaframbjóðandann úr báðum fylkingum frambjóðenda. Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu fordæmir atvikið. AP hefur eftir honum að ofbeldi beint að stjórnmálamönnum- eða flokkum sé algjörlega óásættanlegt. Leyniþjónustumenn huldu Trump.AP Demókratarnir Chuck Schumer, Chris Murphy og Hakeem Jeffries hafa allir gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir ýmist fordæma atvikið, senda honum batakveðju eða þakka viðbragðsaðilum fyrir snöggt viðbragð. Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur að auki gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Það er alls ekkert pláss fyrir pólitískt ofbeldi í lýðræðisríkinu okkar. [...]. Við ættum öll að vera fegin að Trump fyrrverandi forseti hafi ekki slasast alvarlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Obama. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Í frétt AP, sem heldur uppi ítarlegri fréttavakt um málið, segir að á myndbandsupptöku sjáist Trump snöggbeygja sig meðan hann er að flytja ræðu. Vopnaðir öryggisverðir umkringja hann um leið. AP segir frá því að einn þátttakandi í kosningafundinum hafi látið lífið í árásinni og að byssumaðurinn sé látinn. Miðillinn hefur þetta eftir ótilgreindum héraðslögmanni Butler County District. Þetta herma heimildir ABC News líka. Einn alvarlega slasaður Í samtali við CNN segir Richard Goldinger héraðslögmaður Butler County District að annar þátttakandi á kosningafundinum hefi verið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður eftir árásina. Þá gaf Goldinger þær upplýsingar að byssumaðurinn hafi verið fyrir utan fundinn þegar árásin var gerð. Fréttamaður ABC News á vettvangi sagði að vopnaleit hafi verið gerð á öllum þátttakendum áður en þeim var hleypt inn. AP hefur eftir embættismönnum að lögregluyfirvöld rannsaki málið sem tilraun til manndráps. Árásin hafi verið tilraun til að ráða Trump af dögum. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir atvikið. Trump gaf út yfirlýsingu skömmu eftir atvikið þar sem hann sagðist vera í lagi.AP Innflytjendamál til umræðu þegar skotunum var hleypt af Meðan Trump beygir sig niður heyrast í myndbandinu háir hvellir. Þá sést hann standa upp á ný og reka hnefann í loftið. Loks er hann leiddur af sviðinu og færður inn í bíl sem ekur á brott. Sjá má blóð á eyra hans meðan hann er leiddur inn í bílinn. Í frétt AP segir að Trump hafi verið að sýna tölfræði tengda innflytjendum þegar háir hvellir fóru að heyrast í þvögunni. Hann hafi skyndilega beygt sig niður og þá hafi hópur öryggisvarða hópað sig í kringum hann. Shooting just happened at The Trump rally pic.twitter.com/Xs1dVL1H3T— Acyn (@Acyn) July 13, 2024 Í yfirlýsingu sem miðillinn hefur undir höndum segir að Trump sé „í lagi“ og að hann sé kominn á sjúkrahús til aðhlynningar. Donald Trump Jr., syni Donald Trump, sagði föður sinn „í góðu skapi“ í yfirlýsingu rúmum tveimur tímum eftir atvikið. „Hann mun aldrei hætta að berjast til að bjarga Ameríku, sama hverju róttæka vinstrið reynir að kasta í hann,“ segir í yfirlýsingu frá honum. Viðstaddir lögðust í jörðina þegar skotunum var hleypt af.AP Einhver verið skotinn David McCormick, frambjóðandi Repúblikana í öldungaráð, segir í samtali við Politico að hann hafi setið í fremstu röðinni og að einhver sem hafi setið bak við hann virðist hafa verið skotinn. „Skyndilega var skotum hleypt af, einhver sem var fyrir aftan mig virðist hafa verið skotinn,“ segir McCormick. „Það kom mikið blóð, og svo var öryggisgæslan búin að umkringja Trump,“ bætir hann við. Trump rak hnefann í loftið meðan hann var færður út af sviðinu. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir atvikið og sendir mótframbjóðanda sínum batakveðjur. Þá segir hann heppilegt að ekki fór verr. Batakveðjum hefur rignt yfir forsetaframbjóðandann úr báðum fylkingum frambjóðenda. Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu fordæmir atvikið. AP hefur eftir honum að ofbeldi beint að stjórnmálamönnum- eða flokkum sé algjörlega óásættanlegt. Leyniþjónustumenn huldu Trump.AP Demókratarnir Chuck Schumer, Chris Murphy og Hakeem Jeffries hafa allir gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir ýmist fordæma atvikið, senda honum batakveðju eða þakka viðbragðsaðilum fyrir snöggt viðbragð. Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur að auki gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Það er alls ekkert pláss fyrir pólitískt ofbeldi í lýðræðisríkinu okkar. [...]. Við ættum öll að vera fegin að Trump fyrrverandi forseti hafi ekki slasast alvarlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Obama. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“