Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 11:07 Macron er staddur á fundi Nató í Washington en opið bréf hans til þjóðarinnar rataði í fjölmiðla í gær. AP/Mark Schiefelbein Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. Pólitísk pattstaða er uppi eftir langt í frá afgerandi úrslit þingkosninganna á dögunu. Marcon segir í bréfi sínu að ekkert stjórnmálaafl hafi náð hreinum meirihluta. Þannig sé nauðsynlegt að lýðræðislega sinnaðir flokkar, sem trúi á sjálfstæði Frakklands og Evrópusamvinnu eigi einlægt samtal um að mynda traustan meirihluta. Erlendir miðlar hafa bent á að orð Macron virðast sniðin til að útiloka Þjóðfylkingu Marine Le Pen (RN) og Óbeygt Frakkland (LFI) Jean-Luc Mélenchon frá samstarfinu. LFI er hins vegar stærsti flokkurinn í Nýju Alþýðufylkingunni (NFP), sem hlaut meirihluta atkvæða í kosningunum. Macron hefur beðið forsætisráðherrann Gabriel Attal um að sitja áfram þar til hægt verður að mynda nýja ríkisstjórn en NFP hefur gert skýra kröfu um að fá að velja næsta forsætisráðherra og framfylgja stefnumálum sínum. Margir félagar Macron á miðjunni hafa hins vegar ekki myndu styðja ríkisstjórn leidda af NFP og myndu styðja vantraust gegn ríkisstjórn þar sem flokksmenn LFI ættu sæti. Sumir hafa kallað eftir samstarfi við hægriflokka á meðan aðrir vilja mynda breiðara bandalag, sem myndi þýða sundrun NFP. Macron segir í bréfi sínu að stjórnmálamenn verði nú að láta hugmyndir og stefnu ráða för, ekki stöður og persónulegan metnað. Það myndi óhjákvæmilega taka tíma að komast að málamiðlun. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Pólitísk pattstaða er uppi eftir langt í frá afgerandi úrslit þingkosninganna á dögunu. Marcon segir í bréfi sínu að ekkert stjórnmálaafl hafi náð hreinum meirihluta. Þannig sé nauðsynlegt að lýðræðislega sinnaðir flokkar, sem trúi á sjálfstæði Frakklands og Evrópusamvinnu eigi einlægt samtal um að mynda traustan meirihluta. Erlendir miðlar hafa bent á að orð Macron virðast sniðin til að útiloka Þjóðfylkingu Marine Le Pen (RN) og Óbeygt Frakkland (LFI) Jean-Luc Mélenchon frá samstarfinu. LFI er hins vegar stærsti flokkurinn í Nýju Alþýðufylkingunni (NFP), sem hlaut meirihluta atkvæða í kosningunum. Macron hefur beðið forsætisráðherrann Gabriel Attal um að sitja áfram þar til hægt verður að mynda nýja ríkisstjórn en NFP hefur gert skýra kröfu um að fá að velja næsta forsætisráðherra og framfylgja stefnumálum sínum. Margir félagar Macron á miðjunni hafa hins vegar ekki myndu styðja ríkisstjórn leidda af NFP og myndu styðja vantraust gegn ríkisstjórn þar sem flokksmenn LFI ættu sæti. Sumir hafa kallað eftir samstarfi við hægriflokka á meðan aðrir vilja mynda breiðara bandalag, sem myndi þýða sundrun NFP. Macron segir í bréfi sínu að stjórnmálamenn verði nú að láta hugmyndir og stefnu ráða för, ekki stöður og persónulegan metnað. Það myndi óhjákvæmilega taka tíma að komast að málamiðlun.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira