„Ekki segja þjálfaranum það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 08:30 Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Einar Hilmar Árni Halldórsson segir mikla spennu á meðal Stjörnumanna fyrir leik kvöldsins við Linfield í Sambandsdeildinni í fótbolta. Leikmenn hafa verið í yfirvinnu að fara yfir greiningarvinnu þjálfarans. „Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira