Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 23:21 Bandaríkjaforseti flutti ræðu í tilefni af 75 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. EPA/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu. NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira
Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu.
NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26