Ívar Örn: Ótrúleg vinnubrögð dómarans Ólafur Þór Jónsson skrifar 8. júlí 2024 21:55 Ívar Örn, fyrirliði KA, í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ívar Örn Árnason leikmaður KA átti fínan leik í vörn Akureyringa í 1-1 jafntefli gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Hann var þó heldur ósáttur með mark FH í leiknum. „Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira