„Fólk er einfaldlega hrætt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2024 13:51 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sem búsett er í París. Stöð 2/Egill Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43
Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45