Mun ekki leyfa kaup og sölur á uppsprengdu verði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2024 13:00 Nýjasti leikmaður Everton, ykkur er fyrirgefið ef þið hafið aldrei séð kauða. Tony McArdle/Getty Images Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gefið skýrt til kynna að deildin mun ekki leyfa liðum deildarinnar að beygja fjárhagsregluverk hennar með því að selja unga og uppalda leikmenn á uppsprengdu verði. Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira