Enski boltinn

Alan Han­sen út­skrifaður af spítalanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Hansen með tveimur öðrum Liverpool goðsögnum eða þeim Kenny Dalglish og Graeme Souness.
Alan Hansen með tveimur öðrum Liverpool goðsögnum eða þeim Kenny Dalglish og Graeme Souness. Getty/ Mike Marsland

Alan Hansen er kominn heim til sín eftir að hafa eytt síðustu dögum á sjúkrahúsi.

Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool og einn dáðasti miðvörðurinn í sögu félagsins veiktist illa á dögunum.

Hann hefur nú verið útskrifaður af spítalanum og mun halda áfram endurhæfingu sinni heima hjá sér.

Liverpool segir frá þessu á miðlum sínum og segir að Alan, Janet, Adam, Lucy og öll fjölskyldan vilji þakka fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga.

Þau biðja líka um frið og virðingu fyrir þeirra einkalífi nú þegar Alan reynir að ná sér.

Alan Hansen er 69 ára gamall. Hann spilaði með Liverpool frá 1977 til 1991 og var meðal annars fyrirliði liðsins sem vann tvennuna 1986 og Englandsmeistaratitilinn 1990.

Hansen spilaði alls 620 leiki fyrir Liverpool og vann 25 titla með félaginu. Hann vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar, enska bikarinn tvisvar sinnum og ensku deildina átta sinnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×