Vísar á heilbrigðisráðherra að borga bílastæðagjöldin Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2024 11:11 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með málefni innanlandsflugvalla. Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær. Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær. Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær.
Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08