Bílastæði

Fréttamynd

Bílastæða­vandi í Reykja­vík – tími til að­gerða

Bílastæðamál í Reykjavík hafa lengi verið umdeild og ekki að ástæðulausu. Þéttari byggð, aukinn bílafjöldi ásamt því að nýju húsnæði á þéttingarreitum fylgja ekki stæði öllum íbúðum - hefur skapað aðstæður þar sem framboð á stæðum nær ekki að mæta eftirspurn.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­væntingar­fullir bíleigendur í frum­skógi bílastæðagjalda

Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku.

Skoðun
Fréttamynd

Slugsagjöldin „neyðar­úr­ræði“ og „ekki til að græða“

Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. 

Neytendur
Fréttamynd

Ráð­herrann og ill­kvittnu einkaaðilarnir

Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein.

Skoðun
Fréttamynd

Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör

Viðskiptavinir bílastæðafyrirtækisins Lagningar hafa margir fengið kröfu í pósthólfið sitt frá Isavia þrátt fyrir að hafa þegar greitt fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Einhverjir segjast hvorki hafa fengið endurgreitt né svar frá fyrirtækinu svo vikum skiptir. Eigandi Lagningar segir vandamálið ekki hjá fyrirtækinu og að unnið sé að endurgreiðslum. 

Neytendur
Fréttamynd

Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur

Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum alls ekki í nokkru stríði“

Nýr framkvæmdastjóri bílastæðafyrirtækisins Parka segir fyrirtækið ekki í stríði við neytendur. Ábendingar í úrskurði Neytendastofu í síðasta mánuði hafi verið mikilvægar og starfsmenn séu allir af vilja gerðir til að gera þjónustu Parka sem þægilegasta fyrir neytendur. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hann er að eigna sér eitt­hvað sem hann á ekki“

Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. 

Innlent
Fréttamynd

Krefjast bóta verði ekki fallið frá á­formum um skólaþorp

Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund

Kona segir farir sínar ekki sléttar af bílastæðafyrirtækinu Parka, sem rukkaði hana 48 þúsund krónur á dögunum fyrir bílastæði. Sonur hennar hafði þá skroppið inn í búð í miðborginni, gleymt að skrá sig úr bílastæðinu að búðarferð lokinni og uppgötvað mistökin tveimur dögum síðar.

Neytendur
Fréttamynd

Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lög­reglu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur.

Innlent
Fréttamynd

Svona verða bílastæðagjöldin hjá Há­skóla Ís­lands

Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust.

Innlent
Fréttamynd

„Það er svo mikið rugl í gangi“

Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 

Neytendur
Fréttamynd

Fleiri bílastæða­fyrir­tæki til skoðunar hjá Neyt­enda­stofu

Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

Neytendur
Fréttamynd

Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

Neytendur
Fréttamynd

Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu.

Innlent
Fréttamynd

Inga endur­vekur 25 metra regluna

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert breytingar á byggingarreglugerð sem fela í sér að bílastæði fyrir hreyfihamlaða megi ekki vera meira en 25 metrum frá aðalinngangi bygginga. Ákvæði þess efnis var fellt út árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Bíla­stæðið rifið upp með rótum

Á bílastæðinu við Laugardalsvöll er nú unnið að því að rífa upp malbik svo hægt sé að leggja grunn að nýju skólaþorpi. Áætlað er að tíu kennslustofur fyrir börn í Laugarnesskóla verði reiðubúnar til notkunar í haust. 

Innlent