„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2024 12:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir málið stranda hjá Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Arnar Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf. Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf.
Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira