Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2024 08:08 Svandís Svavarsdóttir tók við innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni, sem færði sig yfir fjármála- og efnahagsráðuneytið í síðustu ráðherrahrókeringu þann 10. apríl síðastliðinn. Núna eru þau sögð hafa staðið saman að því að bakka upp heimild Isavia til að leggja á bílastæðagjöld á flugvöllum landsbyggðarinnar. Vilhelm Gunnarsson Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Héraðsmiðillinn Austurfrétt greinir frá þessu í ítarlegri umfjöllun um málið sem einna heitast brennur á íbúum Norðausturkjördæmis þessa dagana; ákvörðum Isavia um að taka upp bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli og Akureyrarflugvelli. Uppljóstrun Austurfréttar er sérlega vandræðaleg fyrir þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í kjördæminu, þær Ingibjörgu Isaksen og Jódísi Skúladóttur, sem báðar hafa opinberlega talað gegn gjaldheimtunni. Í umræðum hafa Ingibjörg og Jódís kallað þetta landsbyggðarskatt. Í Austurfrétt kemur fram að fyrir hafi legið álit Jóns Jónssonar, lögmanns á Egilsstöðum, þar sem efast er um lögmæti gjaldheimtunnar, einkum á þeim forsendum að ríkið sé eigandi lands og mannvirkja en Isavia aðeins umsjónaraðili. Fréttamiðillinn upplýsir að fyrir viku hafi hins vegar verið undirritaður nýr þjónustusamningur milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Séð yfir byggðina á Egilsstöðum í átt til flugvallarins.Vilhelm Gunnarsson Vitnað er í umræður frá fundi sveitarstjórnar Múlaþings á Egilsstöðum síðastliðinn miðvikudag. Ívar Karl Hafliðason, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, hafi greint frá því að á fundum í vetur hafi fulltrúar Isavia sagst vissir um lagaheimildir sínar. Þess vegna hafi komið á óvart að fyrirtækið og ráðuneytin hefðu „hlaupið af stað“ og gert nýjan þjónustusamning í síðustu viku. Austurfrétt segir að formaður byggðaráðs, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafi á fundinum talað um að þjónustusamningarnir við Isavia hefðu verið „gerðir í leyni“. Berglind Harpa er jafnframt formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Frá Egilsstaðaflugvelli. Gjaldheimtan á að hefjast næstkomandi þriðjudag, þann 18. júní.Jóhann K. Jóhannsson Og áfram rekur Austurfrétt umræður á fundi sveitarstjórnarinnar: „Ívar Karl sagði sérstakt að samningarnir væru gerðir á sama tíma og gjaldtökunni hefði verið mótmælt af landshlutasamtökum, sveitarstjórnum og þingmönnum. Sérstakt væri að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samninginn.“ Á fundinum var einróma samþykkt svohljóðandi ályktun: „Sveitarstjórn Múlaþings lýsir furðu sinni á fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og tekur undir með byggðaráði Múlaþings og mótmælir þessu harðlega. Eins og fram kemur í fyrirliggjandi álitsgerð lögfræðings þarf sérstaka lagaheimild fyrir þeirri gjaldtöku sem áformuð er og er slík lagaheimild ekki til staðar. Auk þessa þá væri áformuð gjaldtaka ISAVIA ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda varðandi uppbyggingu og rekstur flugavalla til lengri tíma. Sveitarstjórn Múlaþings er því sammála að brugðist verði við óæskilegri notkun bílastæða, s.s. langtíma geymslusvæði, með reglum og eftirliti en leggst alfarið gegn því að farið verði í fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll sem mun hafa umtalsverðar auknar álögur í för með sér fyrir íbúa Austurlands er sækja þurfa verulegan hluta grunnþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við ISAVIA, stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins auk þess sem sveitarstjórn ítrekar ósk sína um fund með innviðaráðherra um málið.” Fréttir af flugi Múlaþing Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílastæði Byggðamál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08 Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir. 30. maí 2024 14:45 Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00 Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Héraðsmiðillinn Austurfrétt greinir frá þessu í ítarlegri umfjöllun um málið sem einna heitast brennur á íbúum Norðausturkjördæmis þessa dagana; ákvörðum Isavia um að taka upp bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli og Akureyrarflugvelli. Uppljóstrun Austurfréttar er sérlega vandræðaleg fyrir þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í kjördæminu, þær Ingibjörgu Isaksen og Jódísi Skúladóttur, sem báðar hafa opinberlega talað gegn gjaldheimtunni. Í umræðum hafa Ingibjörg og Jódís kallað þetta landsbyggðarskatt. Í Austurfrétt kemur fram að fyrir hafi legið álit Jóns Jónssonar, lögmanns á Egilsstöðum, þar sem efast er um lögmæti gjaldheimtunnar, einkum á þeim forsendum að ríkið sé eigandi lands og mannvirkja en Isavia aðeins umsjónaraðili. Fréttamiðillinn upplýsir að fyrir viku hafi hins vegar verið undirritaður nýr þjónustusamningur milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Séð yfir byggðina á Egilsstöðum í átt til flugvallarins.Vilhelm Gunnarsson Vitnað er í umræður frá fundi sveitarstjórnar Múlaþings á Egilsstöðum síðastliðinn miðvikudag. Ívar Karl Hafliðason, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, hafi greint frá því að á fundum í vetur hafi fulltrúar Isavia sagst vissir um lagaheimildir sínar. Þess vegna hafi komið á óvart að fyrirtækið og ráðuneytin hefðu „hlaupið af stað“ og gert nýjan þjónustusamning í síðustu viku. Austurfrétt segir að formaður byggðaráðs, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafi á fundinum talað um að þjónustusamningarnir við Isavia hefðu verið „gerðir í leyni“. Berglind Harpa er jafnframt formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Frá Egilsstaðaflugvelli. Gjaldheimtan á að hefjast næstkomandi þriðjudag, þann 18. júní.Jóhann K. Jóhannsson Og áfram rekur Austurfrétt umræður á fundi sveitarstjórnarinnar: „Ívar Karl sagði sérstakt að samningarnir væru gerðir á sama tíma og gjaldtökunni hefði verið mótmælt af landshlutasamtökum, sveitarstjórnum og þingmönnum. Sérstakt væri að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samninginn.“ Á fundinum var einróma samþykkt svohljóðandi ályktun: „Sveitarstjórn Múlaþings lýsir furðu sinni á fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og tekur undir með byggðaráði Múlaþings og mótmælir þessu harðlega. Eins og fram kemur í fyrirliggjandi álitsgerð lögfræðings þarf sérstaka lagaheimild fyrir þeirri gjaldtöku sem áformuð er og er slík lagaheimild ekki til staðar. Auk þessa þá væri áformuð gjaldtaka ISAVIA ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda varðandi uppbyggingu og rekstur flugavalla til lengri tíma. Sveitarstjórn Múlaþings er því sammála að brugðist verði við óæskilegri notkun bílastæða, s.s. langtíma geymslusvæði, með reglum og eftirliti en leggst alfarið gegn því að farið verði í fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll sem mun hafa umtalsverðar auknar álögur í för með sér fyrir íbúa Austurlands er sækja þurfa verulegan hluta grunnþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við ISAVIA, stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins auk þess sem sveitarstjórn ítrekar ósk sína um fund með innviðaráðherra um málið.”
Fréttir af flugi Múlaþing Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílastæði Byggðamál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08 Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir. 30. maí 2024 14:45 Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00 Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. 12. júní 2024 15:08
Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir. 30. maí 2024 14:45
Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11. janúar 2024 23:00
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43
Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. 29. maí 2024 12:24