Íslenski boltinn

Sjáðu Viktor Karl halda upp á trú­lofunina með sigurmarki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Karl Einarsson fagnar hér sigurmarki sínu á Kópavogsvellinum í gær.
Viktor Karl Einarsson fagnar hér sigurmarki sínu á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Diego

Viktor Karl Einarsson tryggði Blikum 2-1 sigur á KA í lokaleik tíundu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær.

Blikar minnkuðu um leið forskot Víkinga á toppnum í aðeins eitt stig auk þess að liðin eru með mjög svipaða markatölu, 27-12 hjá Víkingi á móti 26-13 hjá Blikum. Spennan er því orðin mikil á toppnum.

Viktor Karl Einarsson trúlofaði sig í landsleikjahlénu og hann hélt upp á það með laglegu marki eftir að hafa dansað aðeins með boltann í vítateignum.

Viktor Karl átti einnig stóran þátt í fyrra marki Blika þegar sending hans sprengdi upp vörn KA áður en Aron Bjarnason gaf fyrir og Kári Gautason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.

Sjálfsmarkið kom tveimur mínútum fyrir hálfleik en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði fyrir KA-menn eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik.

Viktor Karl gerði aftur á móti út um leikinn þegar hann skoraði á 74. mínútu.

Viktor Karl trúlofaðist körfuboltakonunni Jónínu Þórdísi Karlsdóttur á dögunum. Svona eiga menn að halda upp á slík tímamót en Viktor hefur átt mjög gott sumar með Breiðabliksliðinu.

Það má sjá öll mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og KAFleiri fréttir

Sjá meira


×